Pálmar Óli Magnússon frkstj samskipa

Þórður Arnar Þórðarson

Pálmar Óli Magnússon frkstj samskipa

Kaupa Í körfu

SVIPMYND Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi Það er ekki lítið ábyrgðarhlutverk að ferja varning og búslóðir á milli Íslands og umheimsins. Umsvifin aukast hratt undir stjórn Pálmars Óla Magnússonar. Fyrr á árinu mældist Samskip 78. stærsta skipaflutningafyrirtæki í heimi mælt í flutningsgetu. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Við höfum unnið markvisst í að því að laga fyrirtækið og þjónustuna að vaxandi umsvifum og breyttum þörfum í flutningum til og frá landinu og innanlands. Auknar fjárfestingar í orkutengdum iðnaði, vöxtur í ferðaþjónustu, tilheyrandi uppbygging innviða og tilkoma makrílsins í landhelgi okkar kallar allt á skilvirkar og hagkvæmar flutningalausnir. Það sem gerir flutningaþjónustuna að svo spennandi starfsvettvangi er að þarfir atvinnulífsins og samfélagsins alls taka stöðugum breytingum. Við hjá Samskipum viljum leggja okkar að mörkum í að bæta framleiðni og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það gerum við best með því að tryggja virka samkeppni og bjóða við- skiptavinum okkar um allt land framúrskarandi þjónustu. Það er okkur stöðug áskorun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar