valur FH kaplakrika

Þórður A.

valur FH kaplakrika

Kaupa Í körfu

Leikmenn FH höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir að að Þóroddur Hjaltalín blés lokaflautið í leik liðsins gegn Val í Kaplakrika í gær. Þeir fögnuðu sætum sigri gegn keppinautum í toppbaráttu, erki- óvinirnir í KR töpuðu og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í Krikanum í fyrra biðu einnig lægri hlut. ,,Mér fannst liðið heilsteypt í dag og við náðum að landa mjög góðum sigri og í ofanálag ná þriggja stiga forskoti á toppnum. Mér hefur fundist vera stígandi í leik okkar eftir Evrópukeppnina og þetta lítur betur og betur út hjá okkur. Við vorum þéttir fyrir, gáfum ekki mörg færi á okkur og þeir hlutir sem við lögðum upp fyrir leikinn gengu nokkurn veginn upp,“ sagði Pétur Viðarsson miðvörðurinn sterki í liði FH við Morgunblaðið eftir leikinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar