Þorsteinn Ingi Víglundsson

Styrmir Kári

Þorsteinn Ingi Víglundsson

Kaupa Í körfu

Eftir að hafa hafist handa árið 2003 við að hanna kælibúnað fyrir sjávar- útveg er í dag stærsti hluti veltu sprotafyrirtækisins Thor-Ice kominn yfir í búnað fyrir kjúklingaframleiðslu og vökvahreinsun. „Það er gaman að sjá hvernig hægt er að nýta þekkingaruppbyggingu sem hefur orðið í kringum sjávarútveginn í aðrar greinar,“ segir Þorsteinn Ingi Víglundsson, eigandi og framkvæmdastjóri Thor-Ice. Þorsteinn er mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem Thor-Ice hefur fengið í gegnum tíðina. „Fyrirtækið hefði aldrei getað farið af stað ef ekki hefði verið stuðningur frá Tækniþró- unarsjóði Rannís,“ segir hann. „Við værum einfaldlega ekki að gera þessa hluti.“ Þorsteinn segir að þolinmæðin sem íslensk fyrirtæki hafi sýnt ThorIce hafi einnig verið ómetanleg. „Þetta er einmitt það sem íslensk sprotafyrirtæki þurfa. Stór fyrirtæki eins og Ísfélag Vestmannaeyja og Matfugl hafa verið tilbúin að vinna með okkur og sýnt því fullkominn skilning að hér væri verið að þróa nýja vöru,“ segir Þorsteinn. Í dag vinna sex manns hjá ThorIce sem er í Húsi íslenska sjávarklasans og er í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki. „Við sinnum sjávarútvegsmarkaðnum í samstarfi við Kælingu í Hafnarfirði, þar sem það framleiðir sínar vörur með okkar strokkum,“ segir Þorsteinn. „Síðan vinnum við með Matfugli í þróun á vörum fyrir kjúklingaiðnaðinn og hreinsibúnaðinn vinnum við í samstarfi við fyrirtæki í Hollandi sem er í eigu Tækniháskólans í Delft.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar