Breiðablik - Keflavík - Knattspyrna karla

Breiðablik - Keflavík - Knattspyrna karla

Kaupa Í körfu

Minntu á sig í titilbaráttunni Arnar Grétars spáði fyrir um óvænta atburði í gærkvöldi Keflvíkingar áttu sláarskot í stöðunni 0:0 Umferðin í Pepsí-deild karla í gærkvöldi var á margan hátt mjög góð fyrir Blika. Bæði KR og Valur töpuðu sínum leikjum og Breiðablik vann 4:0 stórsigur. Fyrir vikið fór liðið upp fyrir Val í 3. sæti deildarinnar og er aðeins stigi á eftir KR. Eins og fyrir umferðina er liðið fjórum stigum á eftir FH. Keflvíkingar bíða enn um sinn eftir öðrum sigri sínum í deildinni í sumar og sitja í botnsætinu með að- eins 5 stig. Þó enn séu átta leikir eftir þá finnst manni Keflvíkingar vera að falla á tíma. Þeir eru átta stigum frá 10. sætinu og þurfa væntanlega að vinna alla vega fjóra til fimm leiki til viðbótar ef þeim á að takast að halda sæti sínu í deildinni. Keflvíkingar voru ekki jafn slæmir í fyrri hálfleik og úrslit leiksins gefa til kynna. Hólmar átti til að mynda slá- arskot í stöðunni 0:0.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar