Vatnavextir í Selá

Jón Sigurðarson

Vatnavextir í Selá

Kaupa Í körfu

Mikill vöxtur var í ám á Austurlandi í gær, en mikil og samfelld úrkoma hefur verið á svæðinu frá því á mánudag. Veðurstofan sendi út viðvörun um vatnsmagn í ánum og mikla úrkomu, en einnig vegna skriðuhættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við að það dragi úr úrkomunni í dag og þar með minnki rennsli í einhverjum ánna. Þó má gera ráð fyrir að vöxtur dvíni hægar í þeim ám sem einnig er í leysingavatn, en vatnsmagn hefur verið mikið í þeim meirihluta sumars vegna mikilla leysinga í fjöllum. Sjöföld Selá og tíföld Vesturdalsá Ein þessara áa er Selá í Vopnafirði en vatnsmagn í henni sjöfaldaðist á nokkrum klukkustundum í gærmorgun, úr sautján rúmmetrum á sekúndu í 130. Við veiðihótel Selár í Fossgerði sópaðist nýleg göngubrú með straumnum. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, fréttaritara Morgunblaðsins á Vopnafirði, var Vesturdalsá einnig bakkafull í gær, en Jón taldi að líklega hefði vatnsmagn hennar tífaldast. Síðdegis í gær hafði úrkoma á Seyðisfirði mælst um 100 millimetrar frá því á mánudagsmorgun, en þegar mest lét var úrkoman um 10 millimetrar á klukkustund. Talsverður aur safnaðist fyrir á veginum út með firð- inum að sunnanverðu og var veginum lokað í gær vegna skriðuhættu. Að auki var gistiheimili á hættusvæði við Seyðisfjörð rýmt, en það var þó opnað aftur undir kvöld, þegar lokunin var færð utar í fjörðinn. Á Fáskrúðsfirði mældist úrkoma mest 13,9 millimetrar á klukkustund. Ari B. Guðmundsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, segir vegina almennt í góðu ásigkomulagi, ekki hafi heyrst teljandi fregnir af vegum í kafi á úrhellissvæðum á Austurlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar