Hótel Borg

Styrmir Kári

Hótel Borg

Kaupa Í körfu

Framkvæmdum við viðbyggingu og endurbætur á Hótel Borg fer senn að ljúka. Framkvæmdakliðurinn hefur staðið yfir í um eitt og hálft ár en nú sér fyrir endann á því. Mikil hugmyndavinna fór í endurbæturnar og segir Ólafur Ágúst Margeirsson hótelstjóri mikið hafa verið lagt í að viðhalda þeim stíl sem Hótel Borg er þekkt fyrir. „Við höfum áfram art deco-stílinn og höldum sálinni alveg í húsinu.“ Móttakan var stækkuð og tengir gömlu bygginguna við þá nýju. Yfir henni hangir málverk eftir Karó- línu Lárusdóttur, barnabarn Jó- hannesar Jósefssonar, stofnanda hótelsins. Hótel Borg er í dag fjögurra stjörnu hótel en Ólafur segir ekkert því til fyrirstöðu að færa það upp í fimm stjörnur sem hann segir einstakt meðal íslenskra hótela. Það verði þó ekki gert um sinn, þau vilji fá reynslu á reksturinn og ekki blása upp væntingar gesta. Ný herbergi, rækt og spa Hótelið er sögufrægt og þeir eru ófáir Íslendingarnir sem tengja minningar sínar við húsið. Leitast var við að gera útlitið kunnuglegt frá fyrri tíð en á herbergisgöngum eru sams konar teppi og hurðir og upprunalega á Hótel Borg sem styrkir sögulega ásýnd innanhúss. Í nýju byggingunni eru 43 herbergi, en fyrir eru 56 herbergi. Á hótelinu verða því 99 herbergi alls þegar nýbyggingin kemst öll í gagnið. Flest nýju herbergin eru í svokallaðri standard-stærð og eru innréttuð í sama stíl og eldri herbergin með art deco-húsgögnum og skreytt ljósmyndum frá stofnun Hótel Borgar og fram á fimmta áratuginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar