Hírósíma

Hírósíma

Kaupa Í körfu

Fjöldi fólks mætti í gærkvöldi til að taka þátt í hinni árlegu kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásarinnar á Híró- síma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945. Um tvö hundruð þúsund manns létust í árásinni á borgirnar og enn fleiri hafa látist vegna geislavirkni. Allt frá því árið 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlambanna og til að krefjast friðar. Einnig er krafist heims án kjarnorkuvopna. Kertafleyting var einnig á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar