Brianna Berglind John

Sigurður Ægisson

Brianna Berglind John

Kaupa Í körfu

Um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið 2. ágúst, var ferming í Barðskirkju í Fljótum í Skagafirði, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fermingarbarnið kom alla leið frá Mississippi í Bandaríkjunum til athafnarinnar. Þetta var Brianna Berglind John, fædd þar ytra 22. desember árið 2001. Foreldrar hennar eru Heba Guðmundsdóttir og Torrey John, atvinnumaður í körfuknattleik. Þau kynntust á Sauðárkróki, þegar hann kom árið 1994 til að spila með Tindastóli, og fluttu svo til Bandaríkjanna 2001 og hafa búið þar síð- an. Verið mikið á Íslandi á sumrin En hvernig kom það til að hún vildi fermast á Íslandi? „Hún kaus þennan máta sjálf. Hana langaði að gera eins og íslenska frændfólkið og ég gerðum á sínum tíma, hún var mjög spennt fyrir þessu, og við ákváðum að láta verða af þessu í sumar,“ segir móðir hennar, sem einmitt var skírð í Barðskirkju. „Hún var svo lánsöm að hafa verið mikið hér á sumrin þegar hún var lítil, þannig að hún skilur flest sem við segjum. Ef hún er að tala við lítil börn talar hún íslensku, en annars eru svo margir unglingar sem tala við hana ensku hér, sem gerir þetta dálítið erfiðara. Yngri dóttir okkar, Katelyn Eva John, hefur ekki verið eins mikið á sumrin hér og skilur íslenskuna því ekki alveg eins vel en skilur sumt. Hún er sjö ára, fædd 3. júlí 2008,“ segir Heba. Fjölskyldan kom hingað til lands 16. júlí og hefur aðallega dvalið í Fljótum og á Sauðárkróki. Heimför er áætluð 9. ágúst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar