Tryggvi Gunnarsson

Styrmir Kári

Tryggvi Gunnarsson

Kaupa Í körfu

„Það var árið 2007, krónan var kóngurinn og það datt engum í hug að fara frá Íslandi. Við vorum jú besta land í heimi, eða alla vega næstbest samkvæmt einhverjum al- þjóðlegum lista Sameinuðu þjóð- anna. Noregur var hins vegar bestur. Svo auðvitað var rökrétt að fara þangað,“ segir Tryggvi Gunnarsson, leikari og leikstjóri. „Um leið og ég steig niður fæti í Noregi fór auðvitað Ísland fram úr og var orðið besta land í heimi,“ segir hann og hlær. „En það var ekki ástæðan fyrir því að ég flutti. Ég fann einfaldlega skóla sem hentaði mér afskaplega vel. Ég hafði baslað við að komast inn í leiklistadeildina hér heima, en ekkert gekk því ég var hreint út sagt ömurlegur í að leika realískt. Þykjast að leikhúsið væri voða alvöru og tilfinningin væri ekta.“ Námið í Noregi hentaði Tryggva betur, skólinn var mun opnari og megináherslan var lögð á að gera tilraunir og setja upp eigin verk að hans sögn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar