Klettaskóli í Suðurhlíð

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Klettaskóli í Suðurhlíð

Kaupa Í körfu

Borgaryfirvöld telja sig í fullum rétti til að halda áfram framkvæmdum vegna viðbyggingar við Klettaskóla, jafnvel þótt fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála liggi kæra íbúa í Suðurhlíðarhverfi vegna deiliskipulagsins sem framkvæmdirnar byggjast á, en þar hefur hún legið óafgreidd frá árinu 2013. Jarðvinna á svæðinu hófst 21. júlí sl., en í vor var veitt leyfi fyrir jarð- vinnu og aðstöðusköpun. Í kjölfarið sendu íbúar í hverfinu aðra kæru til nefndarinnar um stöðvun framkvæmdanna. Vegna mikilla anna og mannfæðar hjá úrskurðarnefndinni hefur mikill málastafli safnast upp þar á síðustu árum og mikill dráttur orðið á afgreiðslu deiliskipulagsmála, en slík mál skulu að jafnaði afgreidd innan sex mánaða. Kærur vegna verkstöðvana eru þó settar í forgang og geta íbúarnir því vænst niðurstöðu um stöðvun framkvæmdanna á næstu vikum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar