Háhýsin við Skúlagötu

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Háhýsin við Skúlagötu

Kaupa Í körfu

Vatnsstígur 20-22 Nú eru til sölu fjórar íbúðir á 10., 12. og 13. hæð í þessum hálfkláraða turni sem kosta yfir 150 milljónir. Verðið er frá 151 til 183 millj. Sex íbúðir á fjórum efstu hæðunum eru seldar, skv. vefnum Skuggi.is Nýjar og óseldar íbúðir í Skuggahverfinu í Reykjavík hafa hækkað um allt að 28 milljónir króna milli ára. Þá eru dæmi um að fermetraverð sambærilegra íbúða í nýjum og hálfbyggðum turnum í hverfinu hafi hækkað um 64% frá 2013, eins og hér er rakið í rammagrein. Þeir sem keyptu íbúðir í turninum Lindargötu 37, sem var tilbúinn haustið 2013, hafa fengið fáheyrða ávöxtun af eignum sínum. Fjallað var um eftirspurn eftir nýjum íbúðum á Lindargötu 39 í Morgunblaðinu í september í fyrrahaust. Verið er að leggja lokahönd á turninn. Við vinnslu fréttarinnar skráði blaðamaður niður verð og stærð íbúða í turninum, samkvæmt sölusíðunni Skuggi.is. Alls eru 36 íbúðir í turninum og eru fimm nú óseldar, samkvæmt sama vef. Íbúð númer 802 kostaði 65,9 millj- ónir króna í fyrrahaust en nú 69,9 milljónir og hækkar um fjórar millj- ónir. Það er 6,1% hækkun. Íbúð númer 704 kostaði 57,6 milljónir í fyrrahaust og hækkar um 4,9 millj- ónir, í 62,5 millj., eða um 8,5%

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar