Logi í Vínberinu

Styrmir Kári

Logi í Vínberinu

Kaupa Í körfu

Fyrir sælgætissælkera er fátt betra en að komast í gott súkkulaði og gleyma sér um stund. Logi Helgason, eigandi verslunarinnar Vínbersins við Laugaveg í Reykjavík frá upphafi, gerði sér snemma grein fyrir þessu og býður upp á landsins mesta úrval af konfekti og súkkulaði, viðskiptavinum til mikillar ánægju. Viðskiptin hafa aukist með auknum ferðamannastraumi undanfarin ár, að sögn Loga. Hann segir að útlendingarnir sæki mest í íslenska konfektið og súkkulaðið, bæði fyrir sig og sína. „Fjölbreytnin er mikil og úrvalið er hvergi meira hérlendis en hérna,“ segir Logi og bendir á að það hafi færst í vöxt að fólk kaupi súkkulaði til þess að gefa. „Við höfum alltaf opnað klukkan níu á morgnana en vegna fjölda ferðamanna höfum við nú opið til klukkan tíu á kvöldin.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar