Austurvöllur

Jim Smart

Austurvöllur

Kaupa Í körfu

UNGIR framsóknarmenn stóðu fyrir fundi fyrir framan Alþingishúsið í gær en í dag standa ungir framsóknarmenn fyrir opinni ráðstefnu um Evrópumál í húsakynnum Framsóknarflokksins. Á fundinum á Austurvelli sagði Einar Skúlason, formaður SUF, m.a. að Evrópuumræðan væri á dagskrá og hún væri tímabær. Hún fjalli um framtíð þeirra sem byggja þetta land. Á fundinum var klippt á Evrópuborða, sem ungir framsóknarmenn segja tákn um að allir hafi leyfi til að tala sama hvar í flokki þeir standa. Ungir framsóknarmenn afhentu síðan fulltrúa þingflokks Framsóknarflokksins áskorun sem samþykkt var á þingi SUF í júní sl. Þar er m.a. skorað á ríkisstjórnina að hefja sem fyrst vinnu við að skilgreina markmið Íslands ef til aðildarviðræðna við ESB kemur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar