Björt framtíð fundar

Þórður Arnar Þórðarson

Björt framtíð fundar

Kaupa Í körfu

Félagsmenn Bjartrar framtíðar hittust á löngum fundi í gærkvöldi þar sem þeir ræddu stöðu flokks síns. Fundurinn stóð fram á tólfta tímann og náði Morgunblaðið ekki tali af forystufólki flokksins þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu sem send var út eftir fundinn segir að hann hafi verið „tilfinningaríkur, hreinskiptur og því góður fundur. Við ætlum að taka okkur nokkra daga til að skoða tillögu um breytt skipulag sem líklega verður lögð fyrir ársfund Bjartrar framtíðar 5. september næstkomandi.“ Guðmundur Steingrímsson hugðist fyrir fundinn leggja til breytingartillögu varðandi val á forystu í flokknum, í kjölfar óánægju flokksmanna með forystu flokksins og gengi hans í skoðanakönnunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar