Mercedes Bens

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mercedes Bens

Kaupa Í körfu

Byrjum þetta á örlítilli sagnfræði fyrir þá sem ekki þekkja til. Hið sérstaka nafn „Shooting Brake“ á rætur að rekja til hestvagna 19. aldar. Í þá daga átti heitið við um sérsmíðaða hestvagna, iðulega fyrir þá efnameiri, og voru þeir þá jafnan sérstaklega stórir um sig. Slíkir vagnar voru notaðir í Englandi fyrir hefðarmenn er þeir héldu til veiða við þvögu skotglaðra vina sinna og kom þá stærðin sér vel til að halda utan um byssurnar og hundana sem nota átti við veiðarnar. Á 20. öld færðist svo nafnið yfir á lengri gerðir bíla sem voru mitt á milli hlaðbaks og skutbíls. Hin seinni ár hefur þetta afbrigði orðið æ sjaldséðara en í hinum sífellt stækkandi hafsjó milligerða sem bílamarkaðurinn býður upp á í dag var bara tímaspursmál hvenær „veiðivagninn“ sneri aftur. Takist fleiri framleiðendum jafn vel til og Mercedes-Benz er viðbúið að við sjáum talsvert meira af „Shooting Brake“-týpum á næstu mánuðum og misserum. Næstum eineggja tvíburar En þá að máli málanna. CLAlínan frá Mercedes-Benz er einkar vel heppnuð og ekki að furða að fleiri afbrigði hennar séu kynnt til sögunnar. Shooting Brake er sem fyrr sagði mitt á milli hlaðbaks og skutbíls – eigum við að segja „skutbakur“? – og breytingin frá CLA Sedan-bílnum er eiginlega mestmegnis upp á stemninguna því að munurinn á týpunum tveimur er satt að segja óverulegur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar