Jazzhátíð í reykjavík laug. 15.ágúst kl. 21:00 Norðurljós, Mathias Eick Quintet

Þórður Arnar Þórðarson

Jazzhátíð í reykjavík laug. 15.ágúst kl. 21:00 Norðurljós, Mathias Eick Quintet

Kaupa Í körfu

Gott getur bara „bestnað“, versnað eða staðið í stað. Djasshátíðin á föstudagskvöld stóð í stað. Þar kom fram bandaríski trommuleikarinn Allison Miller ásamt hljómsveit sinni Boom Tic Boom. Þetta er merkilega samsett Njújorksveit með Allison sem primus motor; trommuspilið kraftmikið, fjörugt og oft hefðbundið. Bassaleikarinn, Todd Sicafoose, stóð vaktina vel og píanistinn, Carmen Staaf, átti glettilega góða spretti. Kannski galt hún þess að rýnir hafði heyrt Miru Melford í hlutverki hennar áður. Svo var það fiðlarinn: Jenny Scheinman. Dásamlega flinkur fiðlari, sem var í öðru sæti í fiðludeild Down Beat-gagnrýnendakosninganna; þeir hafa fyrir löngu sleppt nafninu „international“ úr titlinum, enda eru þetta amer- ískar kosningar fyrst og fremst. Þarna voru frönsku stórfiðlararnir Jean-Luc Ponty og Dieter Lockwood neðarlega á lista gagnrýnendanna en Svend Asmussen komst á blað, þó að hann hafi ekki snert fiðlu í ein sjö ár og verði 100 ára á því næsta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar