Reiðskólinn Eðalhestar

Styrmir Kári

Reiðskólinn Eðalhestar

Kaupa Í körfu

Ég byrjaði sjálf í hestunum eftir að hafa farið á reiðnámskeið sem barn. Ég varð alveg sjúk eftir það og reyndi að fara á eins mörg námskeið og ég gat. Ég fékk svo fyrsta hestinn minn 11 ára,“ segir Halla María Þórðardóttir, eigandi reiðskólans Eðalhesta í Garðabæ sem er í hestamannafélaginu Spretti, spurð hvernig hún hafi smitast af hestabakteríunni. En þetta er stutta útgáfan af þeirri sögu. Halla María stofnaði umræddan reiðskóla fyrir þremur árum, árið 2012, ásamt manni sínum Magnúsi Líndal, þá var hún 26 ára gömul. Hún segir að það hafi hvorki verið flókið né erfitt að stofna fyrirtæki þrátt fyrir að hafa verið tiltölulega ung að árum. Halla María hefur unnið í kringum hesta að stórum hluta ævi sinnar, m.a. í reiðskóla og við tamningar og þjálfun hrossa. Hún hefur lokið tveggja ára námi frá Hólaskóla á hestabraut. Hún veit því hvað hún syngur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar