MR Skólasetning

Styrmir Kári

MR Skólasetning

Kaupa Í körfu

Skólasetning Menntaskólinn í Reykjavík var settur í gær, fyrr en verið hefur, en skólaárið hefur verið lengt. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri eru einu framhaldsskólar landsins sem munu ekki bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í vetur. Aðstoðarskólameistari MA segir engin merki um að þetta hafi haft áhrif á aðsókn að skólanum, en þar verður boðið upp á þriggja ára námið frá og með næsta hausti. Rektor MR segir að aðsókn að skólanum hafi verið svipuð nú og áður og segist vilja halda í lengstu lög í núverandi tímalengd náms. Hann leitar nú leiða, í samstarfi við borgaryfirvöld, til að taka nemendur inn í skólann ári fyrr. Þessa dagana er kennsla í framhaldsskólum að hefjast, nokkru fyrr en verið hefur því fimm dögum hefur verið bætt við skólaárið vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Þá eru skil á milli prófa- og kennsludaga ekki jafn-afgerandi og verið hefur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar