Breiðablik - ÍA fótbolti karla

Breiðablik - ÍA fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Breiðablik - ÍA fótbolti karla. Breiðablik heldur sér í toppbaráttunni, en liðið lagði ÍA 3:1 í gær í 16. umferð Pepsideildar karla. Jonathan Glenn gerði öll þrjú mörk Blika en Albert Hafsteinsson skoraði mark gestanna af Skipaskaga. Á heildina litið er sigur Blika mjög sanngjarn, en ef litið er til þess að markalaust var í hálfleik þegar Blikar óðu í færum hefðu Skagamenn alveg getað fengið eitthvað meira en ekkert út úr leiknum. Þeir jöfnuðu metin þegar skammt var til leiksloka og hefðu hæglega getað haldið það út. En mikið skelfilega hefði það verið súrt fyrir Blika, sem hefðu hæglega getað gert ein sex mörk í fyrri hálfleik. Skagamenn mættu til leiks í Kópavogi á annan hátt en búast hefði mátt við. Þrír í vörn, fimm á miðjunni og tveir frammi. Að sögn Gunnlaugs Jónssonar, þjálfara ÍA, léku þeir þetta kerfi í fyrri leiknum og gekk ágætlega. Það gekk ekki núna því hinir gríðarlega sókndjörfu og flottu bakverðir Kópavogsliðsins löbbuðu sig upp í hornin og dældu boltanum inn á vítateiginn, en samt gekk ekkert að skora úr þeim færum sem sköpuðust. Blikaliðið er gríðarlega skemmtilegt og það skemmir ekki fyrir liðinu að hafa fengið Jonathan Glenn til liðs við sig, flottur framherji sem hefði þó að ósekju mátt skora meira í gær. Það er kannski frekja að ætlast til þess að maður sem skorar þrjú mörk skori meira. En hann fékk færin til þess og nýtingin var ekkert sérlega góð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar