Óli á Stað - Bryn jar Lárus Brynjarsson - Rafn Arnarson - Sveinbjörn Sæmundsson - Ólafur Unnar Sigurþórsson - sjómenn - Grindavík - Stakkavík -

Sigurður Bogi Sævarsson

Óli á Stað - Bryn jar Lárus Brynjarsson - Rafn Arnarson - Sveinbjörn Sæmundsson - Ólafur Unnar Sigurþórsson - sjómenn - Grindavík - Stakkavík -

Kaupa Í körfu

„Fiskiríið er gott. Við erum bæði að fá rígvæna þorska sem eru kannski í kringum sjö kíló að þyngd en svo fer þetta niður í algjört undirmál. En við erum sáttir við okkar hlut og nú vorum við úti á Skagagrunni og komum í land með tíu tonn,“ segir Rafn Arnarson, skipstjóri á Óla á Stað GK, í samtali við Morgunblaðið í gær. Óli á Stað er 30 tonna bátur og hefur síðan í júní verið gerður út á línu frá Skagaströnd. Um nokkurt skeið þar á undan var sótt á sjóinn frá Siglufirði, en gangurinn er annars sá að menn færa sig milli hafna eftir því hvar styst er hverju sinni á miðin. „Mér finnst trúlegt að við færum okkur eitthvert austur fyrir land með haustinu. Og þetta gengur vel, við erum með 18.500 króka á línunni,“ segir Rafn. Báturinn er í eigu Stakkavíkur hf. í Grindavík, sem gerir út nokkra minni báta, og hafa tveir til þrír þeirra sótt frá Skagaströnd í sumar. Aflinn er fluttur suður daglega og fer sem spánýtt og ferskt hráefni í vinnsluhús Stakkavíkur í Grindavík. Í áhöfn Rafns er valinn maður í hverju rúmi, menn sem hafa verið saman til sjós í áraraðir. Gangurinn er annars sá að tvær áhafnir eru á bátnum sem taka hvor um sig tveggja vikna úthald og eru í jafn löngu fríi þess á milli. Viðdvöl er höfð um borð í bátnum, þar sem er hin besta aðstaða, en gjarnan er lagt úr höfn öðru hvoru megin við miðnótt og gjarnan komið í höfn í eftirmiðdaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar