Villikettir á Íslandi

Golli@mbl.is

Villikettir á Íslandi

Kaupa Í körfu

Félagasamtökin Villikettir vinna að því að bæta líf villi- og útigangskatta á Íslandi á sama tíma og spornað er við fjölgun þeirra. Samtökin notast við alþjóðlega að- ferðafræði sem nefnist TNR (e. Trap, Neuter, Return), eða Fanga, gelda, skila á íslensku, og gengur út á að stemma stigu við fjölgun kattanna með mannúðlegum hætti, eða geldingu. Frá því að samtökin voru stofnuð þann 14. febrúar 2014 hafa yfir 200 villikettir verið geldir og árangur er vel sýnilegur á vistsvæðum þar sem félagið starfar. Um sjálfboðaliðastarf er að ræða en félagið er undir verndarvæng Dýraverndunarsamtaka Íslands, DÍS. Morgunblaðið tók þær Maríu Kristu Hreiðarsdóttur, Signýju Gestsdóttur, Olgu Perlu Nielsen og Arndísi Björgu Sigurgeirsdóttur í viðtal, en þær eru í stjórn Villikatta ásamt þeim Líf Önnu Nielsen, Ragnheiði Gunnarsdóttur og Sif Villa. Aðdragandinn að stofnun Villikatta var sá að hópur fólks lýsti yfir áhyggjum af stöðu villikatta í fésbókarhópnum Kattavaktinni, sem er tileinkaður týndum köttum. Olga, sem átti frumkvæði að stofnun fé- lagsins, hafði týnt kettinum sínum. „Ég leitaði að honum í hálft ár úti um allt og þá varð ég vör við fjölmarga villiketti, sem ég hefði ekki tekið eftir annars,“ greinir hún frá. Arndís tók líka eftir villikattahjörð úti á Granda um svipað leyti, þegar hún tók að leita að týndum ketti vinkonu sinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar