Á ferð um landið

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Á ferð um landið

Kaupa Í körfu

Gráleitt veðrið hefur eflaust glatt akandi vegfarandann um Höfðabrekkuheiði sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, myndaði í einni af ferðum sínum um Suðurland á dögunum. Höfðabrekkuheiði hefur verið vinsæll við- komustaður erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem teljast til áhugamanna um sjónvarpsþættina Game of Thrones, enda hluti þáttanna tekinn upp á svæðinu. Undir Eyjafjöllum mynduðu hestarnir með sér hóp, enda gott að leita skjóls í hjörðinni þegar votviðrið knúði dyra á annars nokkuð sólríku sumri. Við Kvíárjökul stóð ferðamaður og virti fyrir sér náttúruna. Eflaust fengu áhyggjur 21. aldarinnar að víkja fyrir stórbrotinni náttúrufegurðinni um stund. Áherslurnar eru ólíkar. Fyrir ferðamanninn frá sólarlandinu er upplifunin af landinu betri í haust- eða vetrarveðri. Og upplifunin því í höndum veðurguða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar