Leilistarhátíð sjálfstæðra leikhúsa, "Á mörkunum",

Arnaldur Halldórsson

Leilistarhátíð sjálfstæðra leikhúsa, "Á mörkunum",

Kaupa Í körfu

Leiklistarhátíð sjálfstæðu leikhúsanna hófst á föstudaginn LEIKLISTARHÁTÍÐ sjálfstæðra leikhúsa, "Á mörkunum", var sett formlega á föstudaginn en hún er liður í dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Þátttakendur í hátíðinni eru Leikfélag Íslands, Hafnarfjarðarleikhúsið, Draumasmiðjan, Kaffileikhúsið, Icelandic Take Away Theatre og Dansleikhús með ekka. Munu þessi leikhús frumsýna 6 ný verk á hátíðinni og var fyrsta frumsýningin á föstudaginn þegar Icelandic Take Away Theatre frumsýndi Dóttur skáldsins eftir Svein Einarsson. Hátíðin mun standa til 15. október en sýningar á verkunum sem frumsýnd verða munu vitanlega lifa hana. Að lokinni frumsýningunni var haldið frumsýningarhóf í Iðnó, sem var um leið opnunarhóf hátíðarinnar. Þar var mikið um dýrðir og margt góðra leikhúsmanna. MYNDATEXTI: Rússíbanarnir léku við hvern sinn fingur í Iðnó á föstudagskvöldið. (Tjarnarbíó, Dóttir skáldsins- Iðnó)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar