Fermingarbörn í Lindakirkju.

Styrmir Kári

Fermingarbörn í Lindakirkju.

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir að vera í sumarfríi telja tilvonandi fermingarbörn í Lindakirkju í Kópavogi ekki eftir sér að vakna snemma á morgnana til að fara í fermingarfræðslu í kirkjunni. Þar hljómaði fjörug tónlist um sali og ganga í gær þegar unglingarnir stigu þar fjörugan dans. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur kirkjunnar, slóst í hópinn og lét ekki sitt eftir liggja í dansinum. Klukkan er níu á miðvikudagsmorgni. Hressileg rokktónlist berst út á bílaplanið við Lindakirkju í Kópavogi. Þegar inn er komið ber fyrir augu ungan mann sem dansar og klappar fyrir framan altarið í safnaðarsalnum á milli þess sem hann hrópar fjörleg hvatningarorð til sjö- tíu unglinga sem dansa af hjartans lyst í takt við hann. Þetta eru verð- andi fermingarbörn, en reyndar eru ekki bara unglingar í hópnum því sóknarpresturinn í Lindakirkju stígur fimleg dansspor og gefur krökkunum ekkert eftir. Þessa vikuna standa yfir fræðsludagar fyrir verðandi fermingarbörn í Lindakirkju í Kópavogi. Í vor munu fermast þar um 170 börn og þau segja að fermingarfræðslan hafi komið þeim skemmtilega á óvart. Danskennarinn knái heitir Arnar Ragnarsson. Hann hefur umsjón með unglingastarfi við kirkjuna og segist vera að kenna krökkunum (og prestunum) „Hammerdansinn“. Blaðamaður er nokkuð forviða á þessu fyrirkomulagi og man ekki eftir slíku fjöri úr eigin fermingarfræðslu. „Við byrjum alla daga á hreyfingu og að skemmta okkur saman. Það skiptir miklu máli,“ segir Arnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar