Nora Magasín.

Styrmir Kári

Nora Magasín.

Kaupa Í körfu

Mannlegi þátturinn er í fyrirrúmi hjá Nora Magasin Nýlega eignaðist stað- urinn ísvél sem Þóra segir að hafi verið „einhver þrá- hyggja hjá eiginmanninum“ Það var árið 2013 að þau hjónin Þóra Sigurðardóttir og Völundur Snær Völundarson tóku að sér rekstur Hótel Borgar og Íslenska barsins í næsta húsi. Nú heyrir Íslenski barinn sögunni til og eignuðust Reykvíkingar í staðinn nýstárlegan og sérlega vinsælan veitingastað sem er samt erfitt að skilgreina. Þar er kaffihús á daginn, brönsj um helgar og hrífandi barstemning á kvöldin. „Það var líka einhver þráhyggja hjá eiginmanninum að koma hér fyrir ísvél og varð það loks úr á dögunum, eftir miklar bollaleggingar,“ segir Þóra. Nýi staðurinn heitir Nora Magasin. Nafnið kemur frá verslun sem var í litlu bárujárnshúsi á þessum sama stað. „Á milli apó- tekshússins og Hótel Borgar stóð þetta hús og var þar rekin ný- lenduvöruverslun. Var Nóruhúsið loks rifið í kringum 1960 með þeirri kvöð að þar yrði í staðinn byggt hús í sama stíl og byggingarnar vinstra og hægra megin,“ lýsir Þóra. „Þegar á hólminn var komið var sú kvöð hundsuð með öllu og í staðinn reis þessi glerhöll sem er hérna í dag, á besta stað við Austurvöll.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar