Finnska búðin - Laugavegi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Finnska búðin - Laugavegi

Kaupa Í körfu

Í litlu bakhúsi við Laugaveg er að finna finnskan fatnað, gjafavöru og smáhluti Búðina, sem margir kannast við sem Finnsku búðina, reka þrjár finnskar kjarnakonur. Anna S. Einarsdóttir hitti tvær þeirra og ræddi finnska tengingu Adidas, Lady Gaga og margt fleira við þær Piia Mettälä og Satu Rämö. Það er hlýlegt yfirbragði yfir FINNSKU BÚÐINNI, eða Suomi PRKL (borið fram Suomi Perkele eins og hún hét upphaflega, og á hverjum fersentimetra hefur söluvarningi verið smekklega fyrir komið. Kunnugleg munstur Marimekko og glervöru frá Iittala ber fyrir augu, ásamt öðrum minna þekktum merkjum. Verslunin var stofnuð á Laugavegi fyrir þremur árum af þeim Satu Rämö og Maarit Kaipainen. Þær eiga það sameiginlegt, ásamt Piiu, að hafa dvalið á Íslandi um tíma, heillast af landinu og snúið aftur í heimsókn síðar, kynnst þá ástinni og sest hér að. „Ég kom hingað 2002 og það var svo gaman að ég kom aftur árið 2005 og þá hitti ég manninn minn, Sigurð Arnar Stefnisson,“ segir Piia og hlær, en allar tala þær góða íslensku. Saga Satu er svipuð. „Ég kom hingað 2003 sem skiptinemi og mér fannst bara svo skemmtilegt að ég kom nokkrum sinnum í heimsókn eftir það.“ Í einni þessara ferða kynntist hún manni sínum, Björgvini Hilmarssyni. „Við bjuggum saman á Spáni um tíma, en fluttum svo til Íslands 2008, rétt eftir hrun. Þá starfaði ég sem blaðamaður og það var nóg af fréttum sem hægt var að skrifa frá Íslandi á þeim tíma.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar