Elizes Low hjá JCI

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Elizes Low hjá JCI

Kaupa Í körfu

L öng hefð er fyrir því að félagið JCI standi fyrir áhugaverðum uppákomum á Menningarnótt. Verður ekki undantekning á því í ár, fjölbreytt dagskrá verður að vanda í JCI húsinu að Hellusundi 3 en að þessu sinni stendur félagið einnig fyrir ljósmyndasýningu utandyra, neðst á Skólavörðustíg. Elizes Low er verkefnastjóri sýningarinnar en hún er jafnframt viðtakandi landsforseti hjá JCI á Íslandi. Hún segir ljósmyndasýninguna ekki síst merkilega fyrir þær sakir að þar eru sýndar ljósmyndir eftir blinda og sjónskerta. Yfirskrift sýningarinnar er Blindir sjá: Annað sjónarhorn, og er sýningin haldin í samstarfi við Blindrafélagið. Ekki væri hægt að áfellast lesendur fyrir að halda að um grín-sýningu væri að ræða, enda er það svo í hugum okkar flestra að ljósmyndun er nátengd því að hafa heila sjón. Við nánari skoðun kemur í ljós að áhugaverðar pælingar liggja að baki sýningunni, og segir Elizes að markmiðið sé meðal annars að vekja fólk til umhugsunar um eigin sýn á hlutskipti blindra og sjónskertra. „Við reynumst oft hafa ákveðna „blinda bletti“ í því hvernig við sjáum heiminn, og gleymum því til dæmis að við öll höfum önnur skilningarvit en sjónina sem gera okkur kleift að skynja umhverfi okkar með öðrum hætti. Blindir sem og aðrir geta fundið yl sólarinnar á húðinni, og heyrt í fólki, farartækjum og dýrum allt um kring, og sjá því meira en bara það sem augun gætu sýnt þeim.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar