Startup RVK. Genki Instruments.

Styrmir Kári

Startup RVK. Genki Instruments.

Kaupa Í körfu

Haukur Ísfeld og félagar. Í Háskóla Íslands lágu saman leið- ir þriggja ungra rafmagns- og tölvuverkfræðinema með brennandi áhuga á tónlist. Þá dreymdi um að finna sér vinnu sem myndi sameina áhugamálið og verkfræð- ina en sáu að til að gera drauminn að veruleika hérlendis þyrftu þeir sennilega að búa til sinn eigin rekstur. Útkoman er sprotafyrirtækið Genki Instruments, sem tekur þátt í Startup Reykjavíkviðskiptahraðlinum í sumar. Að Genki standa þeir Haukur Ísfeld Ragnarsson, Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson rafmagnsverkfræðingar en þeir fengu síðan til liðs við sig Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð, sem kom meðal annars að hönnun pakkninga Norðursalts. „Hugmyndin varð til þegar kom að því að vinna lokaverkefni í rafmagnsverkfræðináminu. Við fengum algjörlega frjálsar hendur og tvinnuðum því saman verkfræðina og helsta áhugamál okkar með því að smíða nýja tegund af trommuheila, eða sequencer eins og tækið kallast á ensku,“ útskýrir Haukur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar