Sýning: Tvær sterkar

Styrmir Kári

Sýning: Tvær sterkar

Kaupa Í körfu

Í vestursal Kjarvalsstaða standa nú yfir tvær sýningar þar sem verk Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) eru skoðuð í nýju og athyglisverðu samhengi. Annars vegar eru málverk hennar borin saman við málverk færeyska málarans Ruth Smith (1913-1958), hins vegar er myndvefnaður hennar sýndur ásamt vefnaði þýsk-bandaríska listamannsins Anni Albers (1899- 1994). Salurinn virðist í raun skiptast í þrjár sýningar sem allar gætu staðið sjálfstætt. Sýningin Júlíana Sveinsdóttir og Ruth Smith: Tvær sterkar er norðanmegin í salnum og felur í sér beinan samanburð á verkum tveggja listamanna sem eiga það sameiginlegt að vera konur fæddar á eyjum undir yfirráðum Danmerkur í Norður-Atlantshafi. Báðar teljast mikilvægir þátttakendur í mótun nútímamyndlistar hvor í sínu landi, en höfðu áður fengið formlega menntun í Kaupmannahöfn þar sem þær urðu fyrir áhrifum frá danskri myndlist og alþjóðlegum straumum módernismans. Mikilvægt myndefni beggja er landslag heimahaganna, ekki síst við sjávarsíðuna, og birting eigin ásjónu – en í sjálfsmyndum og raunar einnig öðrum mannamyndum túlka þær ekki síður „landslagið“ sem býr hið innra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar