Sýning: Tvær sterkar
Kaupa Í körfu
Í vestursal Kjarvalsstaða standa nú yfir tvær sýningar þar sem verk Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) eru skoðuð í nýju og athyglisverðu samhengi. Annars vegar eru málverk hennar borin saman við málverk færeyska málarans Ruth Smith (1913-1958), hins vegar er myndvefnaður hennar sýndur ásamt vefnaði þýsk-bandaríska listamannsins Anni Albers (1899- 1994). Salurinn virðist í raun skiptast í þrjár sýningar sem allar gætu staðið sjálfstætt. Sýningin Júlíana Sveinsdóttir og Ruth Smith: Tvær sterkar er norðanmegin í salnum og felur í sér beinan samanburð á verkum tveggja listamanna sem eiga það sameiginlegt að vera konur fæddar á eyjum undir yfirráðum Danmerkur í Norður-Atlantshafi. Báðar teljast mikilvægir þátttakendur í mótun nútímamyndlistar hvor í sínu landi, en höfðu áður fengið formlega menntun í Kaupmannahöfn þar sem þær urðu fyrir áhrifum frá danskri myndlist og alþjóðlegum straumum módernismans. Mikilvægt myndefni beggja er landslag heimahaganna, ekki síst við sjávarsíðuna, og birting eigin ásjónu – en í sjálfsmyndum og raunar einnig öðrum mannamyndum túlka þær ekki síður „landslagið“ sem býr hið innra
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir