Fjölnir - Valur fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fjölnir - Valur fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Tíu dagar eru greinilega langur tími í Pepsideild. Á síðustu tíu dögum hafa vonir ungs knattspyrnufélags úr Grafarvogi um að feta nýjar slóðir, komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn, fokið út í veður og vind. Þrautagangan hófst á jafntefli við lélegasta lið deildarinnar, á sama tíma og þrjú efstu liðin unnu. Þetta þýddi að helsta vonin um að ná Evrópusæti fólst í því að ná 4. sæti af Val, og treysta á að KR ynni Val í bikarúrslitaleiknum. Það fór á annan veg. Úr því að Valur var kominn með Evrópusæti út á bikarmeistaratitil sinn þurfti Fjölnir, og þarf enn, að komast upp fyrir KR, Breiðablik eða FH. Vandinn er að KR er næsta lið og er með fimm stiga forskot auk leiksins við ÍBV í kvöld til góða. Það eru sex umferðir til stefnu og auðvitað er einhver möguleiki enn til staðar, en hann var bara svo mikið betri fyrir tíu dögum, þegar Fjölnismen

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar