Ferðamenn í rútu

Styrmir Kári

Ferðamenn í rútu

Kaupa Í körfu

Þau eru mun fleiri hér á landi sem segjast búa við viðvarandi tímapressu í starfi en í löndum Evrópusambandsins. Hérlendis segist 71% búa við slíkt, í samanburði við 43% að meðaltali í ESB-löndum. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsrannsókn sem unnin er af Vinnuverndarstofnun Evrópu, EUOSHA. Könnunin náði til 49.320 vinnustaða í 36 löndum í Evrópu og allra helstu atvinnugreina. Ásta Snorradóttir, sérfræðingur í félagslegum og andlegum áhættuþáttum vinnuumhverfisins hjá Vinnueftirlitinu, segir að tímapressa í starfi sé það sem Íslendingar meti sem helstan áhættuþátt í sínu andlega og fé- lagslega vinnuumhverfi. „Það eru margir áhættuþættir sem geta valdið tímapressu og haft áhrif, til dæmis að starfsmaður sé með of mörg verkefni í gangi í einu, of skammur tími sé áætlaður í verkefni, of mikið að gera eða of fáir starfsmenn á staðnum.“ Hún segir að vinnuveitendur geti bætt úr þessu með því að skipuleggja starfsemina þannig að álaginu sé stýrt með öðrum hætti. „Það þarf kannski að bæta við fleiri starfsmönnum sem koma að vinnunni.“ Hún nefnir að ef tímapressa sé viðvarandi og lengi til staðar fari fólk að finna fyrir streitu. „Langtímastreita getur síðan valdið því að fólki fer að líða illa á vinnustaðnum og vill jafnvel skipta um vinnustað. Tímapressa getur einnig leitt til svo alvarlegrar streitu að fólk brenni út í starfi.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar