Kristleifur Guðbjörnsson - Garðrykjubóndi

Kristleifur Guðbjörnsson - Garðrykjubóndi

Kaupa Í körfu

„Það er nú þannig að ég flutti í einbýlishús í Mosfellsbænum ’74. Ég ætlaði bara að setja hekk í kringum garðinn, einstaka tré og svo grasflöt. Svo fóru tengdamóðir mín og systir hennar og gerðu blómabeð. Þetta var ansi fallegt þannig að ég tók sóttina. Hún hefur haldið áfram og ágerst með tímanum.“ Svona lýsir Kristleifur Guð- björnsson því hvernig hann lenti í því að byrja að stunda garðyrkju. Síðan hefur hann ræktað alls kyns jurtir en frá því um 1980 hefur hann haft sérstakt dálæti á rósum. „Það er aðalmálið; rósir og liljur, svo sitt lítið af hverju,“ segir Kristleifur. Það kostar talsverða fyrirhöfn og tíma að halda við garði eins og Kristleifs en hann skeytir lítið um það, telur þetta ekki vinnu. „Maður telur það ekki. Þetta er eins og sumir menn setjast upp í sófa og fá sér einn léttan, það er svipuð ánægjan af því að vera úti í garði. Maður gerir það sem þarf. Það fara nokkrir dagar í það á vorin að koma þessu í stand, síðan er maður sífellt að ganga um þetta og hreinsa upp illgresi ef maður sér það. Svo fer allt á hvolf í roki og rigningu á haustin,“ segir hann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar