Mosfellsbær - Ásgarður - Trésmíðaverkstæði

Mosfellsbær - Ásgarður - Trésmíðaverkstæði

Kaupa Í körfu

„Lengi höfum við haft augastað á hinu svokallaða „Rauða húsi“ sem stendur við Álafossveg 10 og erum við nú að gera samning við Mosfellsbæ um starfsemi þar,“ segir Heimir Þór Tryggvason, forstöðumaður handverkstæðisins Ásgarðs, en þar starfa nú 30 þroskahamlaðir einstaklingar auk sjö leiðbeinenda. Aðspurður segir Heimir Þór kjarna starfseminnar vera framleiðslu á einföldum og sterkum tréleikföngum. „Þetta er alltaf jafn vinsæl vara og í raun má segja að við byrjum að undirbúa jólin í janúar,“ segir Heimir Þór og bætir við að þar á bæ sé unnið á forsendum starfsmanna. „Ásgarður lagar sig alltaf að styrkleikum þeirra og veikleikum – ekki öfugt.“ Starfsmenn Ásgarðs sjá alfarið um að fella trén, þurrka viðinn, vinna úr honum og selja vöruna. khj@mbl.i

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar