Valur - Fylkir fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Valur - Fylkir fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Það er að litlu að keppa fyrir Val og Fylki það sem eftir lifir Íslandsmótsins. Valur hefur nú þegar tryggt sér Evrópusætið sem var leynt og ljóst markmið félagsins fyrir sumarið og Fylkir siglir lygnan sjó um miðja deild. Valsmenn náðu fljótt undirtökunum í leiknum og höfðu öll völd í leiknum frá upphafi til enda. Miðjumenn Vals fengu mikinn tíma til þess að athafna sig á miðsvæðinu og setja sóknir af stað. Valsmenn áttu auðvelt með að finna sér svæði milli varnar og miðju Fylkisliðsins og Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson nýttu sér vel það pláss sem þeir fengu. Fylkismönnum gekk illa að loka á spil Valsmanna og sóknaraðgerðir liðsins voru ómarkvissar. Fylkismenn náðu einni og einni skyndisókn sem skapaði usla en leikur liðsins var heilt yfir andlaus og bragðdaufur, bæði varnarlega og sóknarlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar