Ólafur Björn Þorbjörnsson skipstjóri

Ólafur Björn Þorbjörnsson skipstjóri

Kaupa Í körfu

Humarvertíðin hefur gengið illa í ár og segir Ólafur Björn Þorbjörnsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, að sérstaklega hafi austursvæðið verið lélegt. „Þetta hefur verið algjör hörmung,“ segir Ólafur. „Það hefur verið mjög tregt í sumar og kannski aldrei verið eins lélegt og núna. Þetta á einkum við um svæðið frá Eyjum og austur fyrir Höfn; Lónsdýpið, Hornafjarðardýpið, Breiðamerkurdýpið og Skeiðarárdýpið, þetta hefur nánast allt verið steindautt,“ segir Ólafur. Hann segir að aflabrögð hafi verið heldur skárri frá Eyjum og vestur fyrir Reykjanes, þar hafi veiðst sæmilega annað slagið, en svo ekkert á milli. Humarveiðiskipin eru flest frá Höfn, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Bátum hefur fækkað á þessum veiðiskap, en flest skipin eru stór og öflug.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar