Akranes - Sementsverksmiðjan

Akranes - Sementsverksmiðjan

Kaupa Í körfu

Gyða Wells og María Óskars. Bæjarlistamaður Akraness í ár, Gyða Jónsdóttir Wells, liggur ekki á því að Akranes sé fyrst og fremst fótboltabær. Það kemur kannski fáum á óvart, enda opinbert leyndarmál ef það er leyndarmál yfirleitt. Hún og átta aðrir listamenn eru þó að gera tilraun til þess að hnekkja einokun knattspyrnunnar á menningarvitund bæjarins og vinna listinni hærri sess. Þau hafa fengið inni í gömlu sementsverksmiðjunni, sem nú tilheyrir bæjarfélaginu, og starfa þar lauslega saman undir heitinu Samsteypan. „Þetta var góð viðleitni hjá bænum. Við fengum þetta 1. febrúar og það er mikið líf og mikið að gera. Hér eru ýmiss konar myndlistamenn og ég er með skúlptúra,“ segir Gyða. „Tónlistin hér er í góðu formi en allt annað sem heitir listir eða menning er eiginlega ekki fyrir hendi. Nú er þetta þó kannski að glæðast og við ætlum tvær að vera með sýningu á Vökudögum í lok október.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar