Sigurlaug Dagsdóttir

Atli Vigfússon

Sigurlaug Dagsdóttir

Kaupa Í körfu

Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur við gamla torfbæinn á Grenjaðarstað í Þing. Það eru forréttindi að fá að vinna í torfbæ. Eftir því sem maður er hérna lengur þykir manni vænna um bæinn og söguna. Þetta er fyrsta sumarið mitt á Grenjaðarstað og mér finnst skemmtilegt að sjá upplifun ferðamannanna sem hingað koma,“ segir Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðfræðingur frá Haga í Aðaldal, en hún hefur unnið ásamt fleirum við leiðsögn í byggðasafninu á Grenjaðarstað í sumar og tekið á móti mörgum gestum. Aðsókn hefur heldur aukist, sérstaklega eru það útlendingarnir sem eru fleiri þetta árið. Sigurlaug vann auk þessa að forvörsluverkefni á staðnum í júní og júlí. Henni til aðstoðar var grísk stúlka sem er listfræðinemi, en um mikið verk var að ræða. Það snerist um að hreinsa alla sýningargripi í gamla bænum og öll sýningarrými og nú er mjög gott ástand á munum safnsins og raunar sjálfum bænum þar sem hann hefur að mörgu leyti fengið gott viðhald.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar