Báturinn Fjóla

Skapti Hallgrímsson

Báturinn Fjóla

Kaupa Í körfu

„Ég er alinn upp við sjávarsíðuna og hef átt nokkra eikarbáta í gegnum tíðina. Ég var fimmtán ára gamall þegar ég keypti fyrsta súðbyrða tré- bátinn, sem fluttur var frá Sandgerði í bílskúrinn til uppgerðar. Báturinn fyllti auðvitað vel upp í bílskúrinn, þar sem ég dyttaði að honum með hjálp góðra vina. Það er ástríða hjá mér að gera upp gamla eikarbáta, kynna mér sjóminjar og strandmenningu. Forfeður mínir voru sjómenn og kannski hef ég þetta frá þeim, en hvernig sem á því stendur hefur þetta verið mér mjög svo hugleikið í gegnum tíðina,“ segir Lárus H. List, listamaður á Akureyri. Hann hefur nú eignast enn einn eikarbátinn, sem er Fjóla BA 150. Lárus sigldi Fjólu frá Reykhólum til Akureyrar í síðustu viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar