Hafnaborg Aðalheiður og Aldís

Hafnaborg Aðalheiður og Aldís

Kaupa Í körfu

„Sýningin vinnur með hugmyndina um alheiminn og verkin voru valin með það að leiðarljósi. Í þeim er varpað ákveðnu ljósi á hina ýmsu þætti alheimsins, hvort sem um er að ræða nærumhverfið eða víðara samhengi,“ segir Að- alheiður Valgeirsdóttir, myndlistarkona og listfræðingur, en hún er annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Heimurinn án okkar sem opnuð verður í Hafnarborg í dag, en sýningin er hluti af haustsýningu Hafnarborgar 2015. „Ég er að vinna sýninguna með Aldísi Arnardóttur listfræðingi, en við höfum unnið saman áður. Þetta er þó fyrsta sýningin okkar utan háskólans, en önnur verkefni unnum við öll í listfræðinámi okkar í Háskóla Íslands. Við erum mjög stoltar að segja frá því að við vorum í fyrsta hópnum sem útskrifaður var með MA-gráðu í listfræði árið 2014.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar