Stefán Halldórsson

Styrmir Kári

Stefán Halldórsson

Kaupa Í körfu

Í bókinni Öll mín bestu ár, sem kemur út í haust, segja Stefán Halldórsson og Kristinn Benediktsson frá skemmtanalífi unga fólksins árin 1966 til 1979 í máli og myndum. Þar sem voru tónleikar, dansleikir, útihátíðir, fegurðarsamkeppni, tískusýningar eða aðrar skemmtanir og viðburðir fyrir ungt fólk – þar voru þeir. Alltaf í vinnunni. Félagarnir Stefán Halldórsson og Kristinn Benediktsson voru á kafi í skemmtanalífinu þegar þeir, um tvítugt, unnu saman á Morgunblaðinu kringum 1970. Annar fangaði stemmninguna með pennann að vopni, hinn festi hana á filmu. Þeir störfuðu mest saman árin 1968 til 1971; Stefán skrifaði um popp og Kristinn tók myndirnar. Samstarfið hélt þó áfram í nokkur ár í viðbót, en fór minnkandi, því báðir stofnuðu fjölskyldu, bættu við sig námi og fóru að sinna öðrum störfum og verkefnum. Stefán hyggst í haust gefa út afrakstur samstarfs þeirra á vettvangi skemmtanalífs unga fólksins í myndabókinni Öll mín bestu ár. Bókina prýða um eitt þúsund valdar ljósmyndir Kristins við texta eftir Stefán á 200 blaðsíðum, ívið stærri en A4.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar