Héraðsskólinn að Laugarvatni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Héraðsskólinn að Laugarvatni

Kaupa Í körfu

Leiðir okkar til betra lífs og betri heilsu eru jafn misjafnar og við erum mörg. Fá okkar hafa þó lent jafn harkalega á botninum á sinni leið og Sverrir Steinn Sverrisson, sem í dag nýtur lífsins sem fjölskyldufaðir og framkvæmdastjóri hostelsins að Héraðsskólanum á Laugarvatni. Það var tilviljun sem réði því að undirritaður rakst á Sverri fyrir skemmstu, en við unnum saman hjá garðyrkjudeild Kópavogskaupstaðar fyrir röskum 20 árum. Í kjölfar gönguferðar frá Háafossi inn að Stöng í Þjórsárdal var gist í Héraðsskólanum og þar hittumst við og tókum tal saman. Óhætt er að segja að margt hafi drifið á daga hans síðan við höfðum fegrun bæjarins að sumarvinnu og þegar ég heyrði hvað hann hafði reynt í millitíðinni bað ég hann um að hitta mig aftur því a[ þetta væri of mergjuð saga til að láta liggja milli hluta. Hann varð þegar í stað við því enda er honum hjartans mál að miðla reynslu sinni svo a[ hún verði öðrum víti til varnaðar. Því a[ „víti“ er hreint ekki of sterklega til orða tekið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar