Skagafjörður - Norðurland vestra - Varmahlíð

Sigurður Bogi Sævarsson

Skagafjörður - Norðurland vestra - Varmahlíð

Kaupa Í körfu

Endurbætur á verslunarhúsi Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð í Skagafirði eru nú í undirbúningi. Breyta á ýmsu og bæta innandyra, en sömuleiðis lagfæra bílastæði, aðkeyrslu og umhverfi. „Umferðin er meiri og kröfur fólks hafa breyst. Við þurfum því að færa hlutina til nýs horfs,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í samtali við Morgunblaðið. Varmahlíð er vinsæll viðkomustaður á hringveginum, en þar er bæði verslun og veitingastaður í 500 fermetra húsnæði. Um hálf öld er síðan starfsemi þarna hófst og talsverðar endurbætur voru gerðar á húsakynnum fyrir um tuttugu árum. Nú þykir nauðsynlegt að bæta úr og fyrstu skissur að fyrirhuguðum framkvæmdum liggja fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar