Þórarinn Birgir Þórarinsson - Stefán - Hvítadal - Dalasýsla

Sigurður Bogi Sævarsson

Þórarinn Birgir Þórarinsson - Stefán - Hvítadal - Dalasýsla

Kaupa Í körfu

Jafnlyndi og þægilegt geðslag og gott tölt einkenna stóðhestinn. Hann er viljugur, lætur vel að stjórn og hefur gott útlit. Þá ber hann sterka eiginleika þess sem færist frá kyni til kyns. „Erfðafestan skilar sér vel,“ segir Þórarinn Birgir Þórarinsson, bóndi í Hvítadal í Saurbæ í Dölum. Hinn móbrúni stóðhestur er ellefu vetra og þegar Þórarinn og Ragnheiður Pálsdóttir kona hans fluttu úr Rangárvallasýslu í Dalina fyrir átta árum fluttu tóku þau hrossastóð sitt með sér. „Við vorum farin að líta í kringum okkur og höfðum tekið stefnuna að austan á einhver ný mið svo við biðum með að gefa hestinum nafn. Þegar við höfðum sett okkur niður hér í Hvítadal kom nánast af sjálfu sér að hann fengi nafnið Stefán, til heiðurs skáldinu góða,“ segir Þórarinn. Stefán Sigurðsson, sem fæddur var árið 1887, er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Sú er að minnsta kosti raunin ef mið er tekið af Skólaljóðum, bláu bókinni sem íslensk skólabörn lásu og lærðu í áratugi. Stefán var fæddur á Hólmavík og er talinn fyrsta barnið sem fæddist þar sem þorpið stendur nú. Stefán ólst að nokkru upp að Hvítadal í Dölum og lét fyrst að sér kveða á skálda- þingi. Sem ungur maður fluttist hann til Reykjavíkur, en þar og í Noregi dvaldist hann næstu árin. Sneri svo aftur í Dalina og gerð- ist bóndi að Bersatungu, sem er fyrsti bær á hægri hönd þegar ekið er um Svínadal niður í Hvolsdal í Saurbæ. Þar bjó hann til æviloka, 1933. Mörg ljóða Stefáns kann þorri þjóðar. Þar má nefna Erla góða Erla og Vorsól, sem margir þekkja sem Svanir fljúga hratt til heiða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar