Aðalfundur Pírata

Þórður Arnar Þórðarson

Aðalfundur Pírata

Kaupa Í körfu

Aðalfundur Pírata var haldinn um helgina í Iðnó. Um 120 manns sátu fundinn á laugardag og litlu færri í gær, að sögn Finns Þ. Gunnþórssonar, fyrrverandi formanns framkvæmdaráðs flokksins, en nýtt framkvæmdaráð var skipað á fundinum. Mörg mál tengd lögum og starfi flokksins voru afgreidd á fundinum. Trúnaðarráð var skipað með það fyrir augum að vinna úr ágreiningi innan flokksins og liðka fyrir samstarfi. Þá var úrskurðarnefnd flokksmála skipuð og fjölgað í kjörnefnd um tvo nefndarmenn. Samþykkt var á fundinum auka- ályktun um að styðja tillögu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur alþingismanns um að Ísland tæki við 500 flóttamönnum en Birgitta Jónsdóttir, kafteinn, lýsti málefnum flóttamanna sem neyðarástandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar