Kunna vel við sig í kálinu

Atli Vigfússon

Kunna vel við sig í kálinu

Kaupa Í körfu

Það var kærkomið sunnudagssólskinið í Þingeyjarsýslu eftir leiðindaveður í vikunni, en víða þurftu kýr að vera inni vegna mikils kulda og regns, bæði föstudag og laugardag sem endaði með töluverðu næturfrosti. Sveinbjörn Þór Sigurðsson bóndi á Búvöllum í Aðaldal var fljótur að koma kúnum í kálið þegar frosthélan var farin, enda gengu þær rakleiðis að beitinni þegar þær fundu frelsið frá inniverunni. Sveinbjörn Þór segir að grænfóður í héraðinu hafi verið lélegt það sem af er sumri, en nú loksins sé það að taka við sér á sumum bæjum. Heyskap er hvergi nærri lokið og nokkrir bændur eru ekki byrjaðir á seinni slætti. Allir vona að september verði góður og margir bundu vonir við að um höfuðdag þ.e. 29 ágúst myndi breyta til betri tíðar. Á myndinni má sjá Sveinbjörn Þór huga að rafgirðingunni í fóðurkálinu, en hann færir strenginn þrisvar á dag til þess að kýrnar nýti beitina sem best.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar