KR - Valur

Eva Björk Ægisdóttir

KR - Valur

Kaupa Í körfu

KR-ingar kvöddu titilbaráttuna í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Þeir mættu þá Valsmönnum og skildu lið- in jöfn, 2:2, í bráðfjörugum leik þar sem Almarr Ormarsson jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma. Valsmenn mættu pressulausir í Vesturbæinn í gær. Þeir höfðu sigrað KR tvisvar í sumar, þar á meðal í bikarúrslitaleiknum fyrir rúmum tveimur vikum, og voru búnir að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Liðið hefur staðið sig vel á fyrstu leiktíð Ólafs Jóhannessonar sem þjálfara og útlitið virð- ist bjart á Hlíðarenda. Varnarmenn liðsins eru traustir og sóknarmenn sífellt ógnandi með Danann Pedersen fremstan meðal jafningja. Athygli vakti hve ungir miðverðir þeirra rauðklæddu voru í leiknum en þeir Orri S. Ómarsson og Gunnar Gunnarsson eru 20 og 21 árs. Undirrituðum þykir Orri ekki hafa hlotið nógu mikið lof í sumar en pilturinn hefur leikið frábærlega í sumar og hélt uppteknum hætti í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar