Fylkir – ÍA í Pepsi-deild karla

Þórður Arnar Þórðarson

Fylkir – ÍA í Pepsi-deild karla

Kaupa Í körfu

ÍA nældi í stig í Árbænum í gærkvöldi sem gæti reynst mikilvægt þegar upp verður staðið í Pepsí- deild karla í haust. Fylkir og ÍA gerðu markalaust jafntefli í 18. umferðinni og er ÍA eins og áður fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. ÍA er nú með 19 stig í 9. sæti, stigi á undan ÍBV og fjórum á undan Leikni R. sem er í 11. sætinu. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti og fimm stigum á eftir Fjölni sem er í 5. sæti. Árbæingar voru fúlir yfir því að ná ekki öllum stigunum enda voru þeir sókndjarfari í leiknum þó dauðafærin hafi verið fá. Væntingarvísitalan er þó líklega ekki há í Árbænum þegar Skagamenn koma í heimsókn en Fylkir vann síðast heimaleik gegn ÍA í deildinni árið 2001. Síðan þá hefur ÍA ekki orðið Íslandsmeistari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar