FH - Víkingur

Eva Björk Ægisdóttir

FH - Víkingur

Kaupa Í körfu

FH og Víkingur mættu til leiks á ólíkum forsendum í gær. FH freistaði að bæta stöðu sína á toppi deildarinnar á meðan Víkingur þarf að ná í þrjú stig til þess að hrekja falldrauginn endanlega úr Fossvoginum. Víkingur lék annað leikkerfi en þeir hafa spilað lungann úr sumrinu í upphafi leiks. Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, þrjá inni á miðsvæðinu og tvo framherja. Víkingur lá aftarlega á vellinum og sótti svo hratt að liðið vann boltann. Víkingur skipti svo yfir í 4-4-2 um mið- bik seinni hálfleiks til þess að bregð- ast við því að Böðvar Böðvarsson og Atli Guðnason höfðu ítrekað nýtt sér plássið sem myndaðist bakvið Alan Alexander Lowing sem hóf leikinn hægra megin í vörn Víkings. Uppleggið var þó enn það sama hjá Víkingi og í upphafi leiks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar