Skuggi Hótel

Styrmir Kári

Skuggi Hótel

Kaupa Í körfu

Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103 var opnað formlega um hádegisbilið í gær þegar tekið var á móti fyrstu gestunum. Hótelið er þriggja stjörnu og mjög vel staðsett. Þegar Morgunblaðið leit við í gærmorgun voru starfsmenn hótelsins í óðaönn að ljúka við þrif og lokafrágang á jarðhæð. Á hótelinu eru 100 herbergi og verða þau smátt og smátt tekin í notkun á næstu vikum. Hótel Skuggi er hluti af Keahótelunum. Kostnaður við að byggja hótelið er vel á annan milljarð. Bókanir líta vel út fram á næsta ár. Það greinir Hótel Skugga frá flestum miðborgarhótelum að undir því er bílakjallari fyrir gesti. Vísað í ljósmyndabók RAX Opus arkitektar teiknuðu hótelið. Dökkir litir einkenna innréttingar og húsgögn. Þá er það þema í innanhúshönnun að vísa til bókarinnar Fjallaland eftir Ragnar Axelsson, eða RAX, ljósmyndara á Morgunblaðinu. Eintak af bókinni á ensku, Behind the Mountains, liggur á hverju herbergi og fyrir ofan rúmin er tilvitnun í bókina á ensku. Þá hefur t.d. verið útbúin veggmynd af knapa og hesti í miðri á, sem er gerð eftir kápuljósmynd Fjallalands og prýðir hún veitingasal á jarðhæð. Gylfi Freyr Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Skugga, segir hönnunina vísa í ljós og skugga og falla vel að nafni hótelsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar