Rúnar Emilsson og Fjölsk.

Halldór Kolbeins

Rúnar Emilsson og Fjölsk.

Kaupa Í körfu

Hjónin Auður Lena Knútsdóttir og Rúnar Emilsson ásamt börnunum sínum þremur eru í stuttu fríi hér á landi til að heimsækja vini og ættingja og ferðast um. Það eru fjórtán ár síðan Rúnar hélt til náms í Þýskalandi þar sem hann stundaði píanókennaranám við tónlistarkennaradeild Tónlistarháskólans í Trossingen í Suður-Þýskalandi. Að meistaranámi loknu ákvað hann að sækja um starf tónlistarkennara í landinu og hefur því ílengst í Þýskalandi. Í nokkur ár starfaði Rúnar sem skólastjóri við Tónlistarskólann í Abstatt í Suður-Þýskalandi og nýlega tók hann við skólastjórn Tónlistarskólans í Backnang sem er sjötíu þúsund manna bæjarfélag í þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Stuttgart en skólinn er með um eitt þúsund nemendur. Myndatexti: Rúnar Emilsson og eiginkona hans Auður Lena Knútsdóttir ásamt börnunum, Hörpu Bryndísi, Emil Knút og Elínu Ingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar